fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Gísli opnar sig um taugasjúkdóminn – „Ég verð mátt­laus og missi fótanna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjón­varps­maðurinn lands­kunni og einn rómaðasti sögu­maður þjóðarinnar, Gísli Einars­son, tekst nú á við nýja á­skorun í lífinu eftir langan og far­sælan feril í öllum sínum hlut­verkum. Hann reynir núna afar sjald­gæfan tauga­sjúk­dóm á eigin skinni.

„Þessi sjúk­dómur hrjáir einn af hverri milljón manna – og það er nú þannig í mínu lífi að ég er yfir­leitt þessi eini,“ segir Gísli í afar opin­skáu og ein­lægu spjalli við Sig­mund Erni Rúnars­son í við­tals­þættinum Manna­máli sem frum­sýndur verður á Hring­braut í kvöld klukkan 19:00 og endur­sýndur verður strax að því loknu klukkan 21:00 og 23:00.

Hann var krank­leikans var fyrir fáum árum, en tíma tók að greina hann ná­kvæm­lega – og segir Gísli það mega þakka einum læknanna sem hafi hrein­lega ekki gefist upp fyrr en nafn var komið á meinið.

Það reyndist bera skamm­stöfunina PAF (e. Pure Autonomic Failu­re) og lýsir sér með þeim hætti að blóð­þrýstingur fellur við á­reynslu í stað þess að aukast.

„Þetta gerir það að verkum að ég verð mátt­laus og missi fótanna,“ út­skýrir Gísli og bætir við. „Þetta geta verið nokkuð vand­ræða­leg augna­blik.“

Og stundum kalli þetta á mis­skilning, ekki síst á manna­mótum þar sem hann er tíður gestur, en til að halda sér uppi þurfi hann oft og einatt að klemma saman fót­leggina – og fólk haldi fyrir vikið að hann sé að pissa á sig þegar hið rétta er að hann er að reyna að halda uppi blóð­þrýstingnum.

„Þetta er auð­vitað í­þyngjandi, en eitt­hvað sem ég þarf bara að lifa við,“ segir Gísli í við­talinu, en brot úr viðtalinu má sjá á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki