fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn með tilkynningu – „Stór tár renna niður kinnar mínar”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 08:16

Kristján Berg Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg, Fiskikóngurinn, hinn þekkti fisksali og athafnamaður greindi frá því fyrir stuttu að hann hefði dregið sig í hlé frá störfum tímabundið vegna andlegra veikinda. Í opinni færslu á Facebook sagði hann að fyrirtæki hans gangi vel og fjölskyldan dafni en sjálfur sé hann ekki eins og hann á að sér að vera:

Um niðnætti í gær kom ný tilkynning á Facebook-síðu Fiskikóngsins þar sem Kristján greinir frá því að hann lokar elstu starfandi fiskverslun landsins, verslun sinni að Höfðabakka 1, föstudaginn 27. janúar. 

Ástæðurnar eru margar að sögn Kristjáns: hátt fiskverð á fiskmörkuðum, ástæða er að stórútgerðir eru að gleypa allan fisk og lítið af fiski berst inn á fiskmarkaði, þannig að fiskverð helst hátt, erfitt að manna allar stöður frá 7:00 til 18:30 alla virka daga, fólk verslar minni fisk, sem er ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar, hækkun alls og allra þátta rekstrar sem gera svona litla einingu órekstrarhæfa, öll aðföng hafa hækkað, hvað sem það er. Umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír….BARA ALLT.

„Það er sorglegt hvernig svona verslun sem hefur verið starfrækt frá árinu 1994, þurfi að leggja upp laupanna og loka,” segir Kristján og segir fleiri fiskverslanir eiga eftir að loka. Jafnframt segir hann ungu kynslóðina ekki alda upp við að borða fisk og við séum að gleyma uppruna okkar.

„Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati. Það eru bara breyttir tímar og ekki lengur farið heim í hádegismat þar sem mamma var klár með mat. Fiskur var oft á borðum landsmanna, vegna þess að fólk hafði efni á að kaupa fisk,” segir Kristján og bætir við að fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu hans.

Fiskikóngurinn verður starfrækt áfram á Sogavegi 3 og mun allt starfsfólk Höfðabakka færa sig þangað. Í dag og á morgun verður allt á Höfðabakka með 20% afslætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“