fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn tilkynnir veikindi og leitar sér hjálpar – „Þetta reddast eins og allt hitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. janúar 2023 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti fisksali og athafnamaður Kristján Berg, Fiskikóngurinn, hefur dregið sig í hlé frá störfum tímabundið vegna andlegra veikinda.

Hann greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook í kvöld. Þar tekur hann fram að fyrirtæki hans gangi vel og fjölskyldan dafni en sjálfur er hann ekki eins og hann á að sér að vera:

„Árið byrjar glæsilega, en eitthvað er geðheilsan að stríða mér. Er búinn að vera slappur undanfarna mánuði og ekki alveg eins og ég er vanur að vera. Yfirleitt er èg fullur af orku og hugmyndum og hausinn virkur. En undanfarna 10-20 mánuði, þá hefur einhver skrúfa/ur verið lausar.“

Hann segist vera að vinna í sjálfum sér og muni koma til baka. Hann nýtur þjónustu góðs sálfræðings en biður um ábendingar um góðan geðlækni. Kristján tekur fram að hann sé ekki að biðja um vorkunn eða „læk“ á færsluna.

„Mikið álag og streita undanfarin ár er líklegasta skýringin, en þetta reddast, eins og allt hitt.

En fjölskyldan er í góðum málum. Fyrirtækin ganga vel, starfsfólkið mitt hefur verið súper flott og bara ótrúlegt að vera með þennan bakhjarl, fjölskyldu, vini og starfsfólk. Met það mikils.

Ég reyni mitt besta í starfi og leik à meðan, eða þangað til ég næ heilsunni 100%. Öll fyrirtækin verða opin og í rekstri og ég eitthvað á vappi í þeim áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“