fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Betty var myrt 1988 – 34 árum síðar fannst morðinginn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 22:10

Betty Rolf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. nóvember árið 1988 var Betty Rolf, 60 ára, á leið til vinnu í Appleton í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún skilaði sér aldrei í vinnuna en um 15 mínútna ganga var frá heimili hennar til vinnustaðarins.

Daginn eftir fannst lík hennar. Það var hulið með möl og hún hafði verið afklædd. Töskuól var vafin um háls hennar.

Oxygen segir að í desember hafi Gene Clarence Meyer, 66 ára, verið handtekinn vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa nauðgað Betty og drepið hana.

Lögreglan byggir þetta á niðurstöðum DNA-rannsókna.

Árið 1988 bjó Meyer um einn kílómetra frá staðnum þar sem lík Betty fannst. Skömmu eftir morðið flutti hann til Washington sem er í um 3.000 km fjarlægð. Þegar lík Betty var krufið fundust lífsýni á því en þau komu ekki að gagni á þessum tíma en eftir því sem DNA-tækninni hefur fleygt fram hefur opnast fyrir fleiri möguleika við rannsóknir gamalla sakamála.

Gene Meyer. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýlega var gerð leit í DNA-gagnagrunni þar sem DNA úr lífsýnunum, sem fundust á líkinu, var borið saman við gögnin í gagnagrunninum í þeirri von að þannig myndi morðinginn finnast eða einhver skyldur honum. Niðurstaðan var að aðeins Meyer og bróðir hans kæmu til greina. Bróðirinn lét lögreglunni lífsýni í té og niðurstaða rannsóknar á því útilokaði að hann væri morðinginn.

Alríkislögreglumenn höfðu upp á Meyer í Washington. Þeir náðu lífsýni af handfangi flutningabíls hans og gaf það svörun við því DNA sem fannst á líki Betty. Hann var því handtekinn og situr hann nú í fangelsi í Washington og bíður framsals til Wisconsin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár
Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Í gær

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar