fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sigur í lokaleiknum: Strákarnir spýttu í lófana í síðari hálfleik – Hvað sagði Twitter?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 18:33

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir slakan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 22:18 fyrir Brasilíu að honum loknum, náði íslensku strákarnir að hrista af sér slenið í síðari hálfleik og landa sigri í lokaleiknum á HM í handbolta. Þegar minna en sjö mínútur voru til leiksloka  kom Gísli Þorgeils Kristjánsson Íslandi í 35:34 og var það í fyrsta skipti sem íslenska liðið náði forystu í leiknum. Íslendingar voru síðan sterkari á lokakaflanum og lönduðu sigri, 41:37.

Það skýrist síðar í kvöld hvort sigurinn tryggir Íslandi 3ja sæti í milliriðlinum sem er ávísun á 9.-12. sæti á mótinu. Er það nokkuð langt undir væntingum margra og deilt er um hvort árangur liðsins hafi verið undir væntingum eða hvort liðið hafi einfaldlega verið ofmetið en miklar vonir voru bundnar við verðlaunasæti á mótinu.

Bjarki Már Elíasson skoraði 9 mörk fyrir Ísland en Kristján Örn Kristjánsson skoraði 8 mörk.

Varnarleikur íslenska liðsins var heilt yfir mjög slakur í leiknum en vörnin þéttist þó er leið á síðari hálfleik. Álitsgjafar RÚV sögðu að fyrri hálfleikurinn hefði verið einn versti hálfleikur íslenska liðsins fyrr og síðar.

Eins og vanalega hafði Twitter eitt og annað að segja um leikinn og hér gefur að líta nokkur tíst:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“