fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Sömu örlög biðu flugmannsins á sunnudaginn og eiginmanns hennar 16 árum áður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 06:59

Björgunarmenn við flak vélarinnar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hrapaði farþegavél frá Yeti Airlines þegar hún var í aðflugi að bænum Pokhara í Nepal. Allir 68 farþegarnir, sem voru um borð, og 4 manna áhöfn létust. Þetta er mannskæðasta flugslysið í Nepal í þrjá áratugi.

Björgunarmenn hættu leit í og við flugvélarflakið á mánudaginn og telja að ekki sé hægt að finna lík fleiri farþegar en nokkrir tugir hafa fundist.

Flugmaður vélarinnar hét Anju Khatiwada. Hún hafði starfað hjá Yeti Airlines síðan 2010.  Reuters segir að eiginmaður hennar, Dipak Pokhrel, hafi látist í flugslysi árið 2006. Hann starfaði sem flugmaður hjá Yeti Airlines.

Hann lést þegar Twin Otter vél frá Yeti Airlines hrapaði skömmu fyrir lendingu í Jumla-héraðinu.

Anju Khatiwada.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Anju fékk líftryggingu hans greidda eftir slysið og notaði hana til að læra að fljúga og síðan fékk hún starf hjá Yeti Airlines. Hún átti rúmlega 6.400 flugtíma að baki.

En á sunnudaginn beið hún sömu örlög og eiginmaður hennar árið 2006.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af síðustu sekúndum vélarinnar á lofti.

Farþegi var í beinni útsendingu á Facebook þegar flugvél fórst í Nepal í gær – Myndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði