fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Nýtt vandamál hjá Pútín – Vantar skotfæri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 05:56

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska herinn mun fljótlega skorta skotfæri og það getur gert út af við áætlanir Vladímír Pútíns, forseta, um að hefja sókn í Úkraínu á næstunni.

Merki um skotfæraskortin er að sums staðar í Úkraínu hefur dregið mjög úr stórskotaliðsárásum Rússa og nemur samdrátturinn allt að 75% á sumum stöðum.

Skotfæri eru auðvitað nauðsynleg í hernaði og því er þetta alvarlegt vandamál fyrir Pútín. Í nýlegri greiningu bandarísku hugveitunnar The Institute for The Study of War (ISW) kemur fram að birgðir Rússa af skotfærum séu orðnar svo litlar að það geti haft afgerandi áhrif á stríðsreksturinn.

Hugveitan segir að vegna getuleysis rússneska hergagnaiðnaðarins við að framleiða nóg af skotfærum þá muni það hafa þau áhrif á rússneska herinn að hann mun eiga í vandræðum með að sækja fram í austurhluta Úkraínu á þessu ári. Hugveitan hefur eftir heimildarmönnum innan úkraínska hersins að það séu aðallega fallbyssukúlur sem Rússar vantar.

CNN hafði í desember eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustustofnana að mjög hefði dregið úr skotfæranotkun Rússa og næmi hún sums staðar 75%. Heimildarmennirnir sögðu þó að ekki væri hægt að útiloka að Rússar væru að spara skotfæri til að geta notað þau við annað tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar