fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Guð­mundur eftir sigur Ís­lands: „Þetta er rosa­lega erfitt lið að vinna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta vann í kvöld afar sterkan sigur á Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM. Um spennu­þrunginn leik var að ræða þar sem Strákarnir okkar sýndu mátt sinn og megin á loka­mínútunum og unnu að lokum fjögurra marka sigur 30-26.

Guð­mundur Guð­munds­son, lands­liðs­þjálfari Ís­lands í hand­bolta var að vonum á­nægður eftir fjögurra marka sigur Ís­lands á Portúgal í fyrstu um­ferð riðla­keppni HM í kvöld.Í við­tali við RÚV eftir leik sagði Guð­mundur að bar­áttan hjá Strákunum okkar hafi verið til fyrir­myndar í leiknum.

„Við byrjuðum mjög vel og vörnin var frá­bær nær allan tímann. Það var al­gjört lykil­at­riði og þá var Björg­vin mjög góður í markinu, Viktor Gísli kom síðan smá inn og við náðum að hvíla hann eftir að þeir höfðu skotið tvisvar sinnum í höfuðið á honum.“

Tækni­f­eilar léku leik­menn Ís­lands grátt í fyrri hálf­leik.

„Sóknar­leikurinn byrjar mjög vel en svo förum við fram úr sjálfum okkur. Í fyrri hálf­leik gerum við níu tækni­f­eila, það voru mörkin sem þeir voru að fá frá okkur, þeir skora raun­veru­lega bara sex mörk úr upp­stiltum sóknum en voru að nýta sér tækni­mis­tök okkar. Við ræddum þetta í hálf­leik og náðum að fækka feilunum niður í þrjú stykki sem þýðir að þeir fá ekki jafn auð­veld mörk í síðari hálf­leik.“

Hann var á­nægður með bar­áttuna hjá sínum mönnum.

„Bar­áttan var til fyrir­myndar, þetta er ekkert auð­velt verk­efni ég er búinn að benda á það. Þetta er rosa­lega erfitt lið að vinna, þetta er frá­bært lið. Við nálguðumst þetta verk­efni af gríðar­legri fag­mennsku, vorum ein­beittir og þurftum á öllu okkar að halda.“

Ís­land mætir Ung­verja­landi á laugar­daginn kemur og segir Guð­mundur að um allt öðru­vísi and­stæðing sé að ræða þar.

„Það er gríðar­lega mikils virði að byrja þetta svona, núna er næsta verk­efni handan við hornið og við þurfum að ná okkur niður. Fara yfir það sem var gott í kvöld og annað sem við eigum inni.

And­stæðingur okkar í næsta leik er allt öðru­vísi og þyngra lið með stærri skyttur. Það er öðru­vísi hand­bolti sem þeir spila og við þurfum að undir­búa okkur af kost­gæfni fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“