fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Vísindamenn segja að svona sé hægt að halda ristilkrabbameini frá

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. janúar 2023 13:30

Þá er bara að fá sér gulrætur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar danskra og sænskra vísindamanna benda til að neysla á gulrótum geti dregið úr líkunum á að fá ristilkrabbamein.

Fyens Stifttidende segir að niðurstöður áralangrar rannsóknar hafi leitt í ljós að gulrætur geti komið í veg fyrir að krabbamein þróist í ristlinum. Það voru vísindamenn við SATCC á OUH Svendborg sjúkrahúsinu, Karólínska sjúkrahúsinu og Umeå háskólanum sem stóðu að rannsókninni.

Tilraunir voru gerðar á rottum og næsta skref er að gera tilraunir á fólki að sögn Gunnar Baatrup, sem stýrði rannsókninni. Í samtali við Fyens Stifttidende sagði hann að hópurinn hafi rannsakað þetta af krafti síðustu tuttugu árin, ekki bara á rottum heldur einnig í tilraunum á rannsóknarstofum, með erfðafræðirannsóknum og með rannsóknum á fólki. Unnið hafi verið að rannsókninni út frá öllum hugsanlegum vinklum og niðurstaðan sé alltaf sú sama, að gulrætur geti komið í veg fyrir krabbamein og eins og staðan sé núna sé meiri ávinningur af því að borða tvær gulrætur á dag en að nota allt danska krabbameinsleitarkerfið.

Vísindamennirnir reikna með að það muni taka um hálft annað ár að finna fólk sem vill taka þátt í rannsókninni.

Rannsóknin sýnir að það er ákveðin tegund gulróta sem þarf að borða til að minnka líkurnar á krabbameini. Þetta eru gulrætur sem innihalda mikið af efnunum falcarinol og falcarindiol en þau geta hamið þróun krabbameinsfruma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

102 ára setti ótrúlegt met

102 ára setti ótrúlegt met
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu