fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Fjölnir segir þjóðina trega til að meðtaka staðreyndir um hvernig samfélagið er orðið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 09:00

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þörf á viðhorfsbreytingum til að lögreglan fái meira svigrúm til að bregðast við hinni raunverulegu stöðu sem uppi er. Vopnað fólk, fíkniefnaframleiðsla, alvarlegar líkamsárásir og áform um hryðjuverk eru sá veruleiki sem oft blasir við lögreglunni.

Þetta sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að oft sé sagt frá málum af þessu tagi og því komi það á óvart hversu mikil tregða er til dæmis meðal ráðamanna og almennings við að meðtaka þessar staðreyndir og þar með viðurkenna hvernig samfélagið sé orðið.

Hann nefndi til dæmis Bankastrætismálið sem dæmi um uppgjör glæpagengja og væri það ekki eina dæmið þar sem lögreglan hefur gripið inn í af fullum þunga og varað við þróun mála. Hann sagði hörkuna hafa aukist í þessum hluta samfélagsins og í ljósi þess að meðalaldur almennra lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er 27 ár og meðalstarfstími þeirra 3 ár hafi hann áhyggjur.

Hann sagðist fagna því að lögreglunni verði nú heimilað að bera rafvopn því það ætti að gera handtökur og yfirbugun auðveldari.

Hægt er að lesa viðtalið við Fjölni í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf