fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Karaktersigur strákanna okkar gegn Þjóðverjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. janúar 2023 16:49

Frá landsliðsæfingu rétt fyrir Þýskalandsferðina. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann nauman sigur gegn Þýskalandi í æfingaleik í Bremen, 29-30, í vægast sagt köflóttum leik. Leikurinn er undirbúningur fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst á miðvikudag en fyrsti leikur Íslands er á fimmtudag.

Ísland komst í 3-0 í upphafi leiks og virtist ætla að stinga þýska liðið af. Þjóðverjar unnu sig þó hægt og bítandi inn í leikinn og náðu undirtökunum. Þýskaland var yfir í hálfleik 18:14 og komst í sex marka forystu snemma í síðari hálfleik, útlitið dökkt.

En íslensku strákarnir sýndu karakter og söxuðu jafnt og þétt á forskotið uns þeir náðu aftur forystunni á lokamínútum leiksins.

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik fyrir íslenska liðið og skoraði 8 mörk. Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu fimm mörk hvor.

„Illa útfærður leikur“

Álitsgjafar RÚV, þeir Ólafur Stefánsson og Logi Geirsson, voru ekki ýkja hrifnir af leik liðsins í heild. „Þetta var illa útfærður leikur í vörn og sókn í dag, það er margt sem við þurfum að laga,“ sagði Logi.

Ólafur Stefánsson benti hins vegar á að það væri gott að eiga slakan leik og vinna. Logi var sammála því og benti á að liðinu hefði tekist að snúa við blaðinu með innáskiptingum og það væri frábært að gera það á útivelli gegn Þjóðverjum fyrir framan 11 þúsund manns.

„Takk, Bjöggi“ sagði Óli og benti á þá staðreynd að Björgvin Páll kom í markið eftir að Viktor Gísli fann sig ekki og átti mjög góðan leik. Logi sagði að Björgvin Páll hefði snúið leiknum við.

Liðin mætast aftur á morgun og spái Logi stærri sigri Íslands þá, 5-6 marka sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast