fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Maður þungt haldinn eftir hnífstunguárás í Mosfellsbæ í gærkvöld – Lögregla staðfestir að götum hafi verið lokað vegna málsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. janúar 2023 10:46

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á tíunda tímanum í gærkvöld var tilkynnt um mann með stunguáverka í íbúð í Mosfellsbæ. Lögregla og sjúkralið brugðust við þessu og maðurinn var fluttur með hraði, þar sem lögreglutæki voru notuð til að greiða fyrir ferð sjúkrabílsins, á spítala. Einnig á vettvangi var handtekinn karlmaður sem er í haldi lögreglu,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er DV falaðist eftir upplýsingum um alvarlega stunguárás í Mosfellsbær í gær.

RÚV greinir fyrst frá málinu.

Ásgeir gat ekki tjáð sig um líðan brotaþolans en samkvæmt heimildum DV er hann á lífi. Ekki er vitað meira um líðan hans.

Málið er á borði miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Þar fengust þau svör að rannsókn málsins væri í fullum gangi og hafi farið strax af stað eftir að lögregla kom á vettvang.. „Við erum að skoða þetta og ná utan um þetta,“ svaraði fulltrúi sem vildi ekki láta nafns síns getið og sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast