fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Þessi prófílmynd reyndist Rússum dýrkeypt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 05:56

Þessi mynd reyndist Rússum dýrkeypt. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þröngum bol, buxum í felulitum og með vélbyssu situr miðaldra rússneskur hermaður fyrir á ljósmynd sem hann notar sem prófílmynd á samfélagsmiðlinum VK. Á bak við hann hangir lógo með skeifu og bókstöfunum GP.

Ekki er vitað hver hermaðurinn er og prófílmyndin hefur aðeins fengið 13 „læk“ og því greinilega ekki mikla athygli frá umheiminum, eða hvað?

Þau eru ekki mörg lækin en samt sem áður tóku Úkraínumenn líklega eftir myndinni. Skjáskot/Twitter

 

 

 

 

 

Á síðustu vikum hafa úkraínskar hersveitir gert margar árásir á bækistöðvar Rússa og þá staði á vígvellinum þar sem þeir halda sig. Líklegt má telja að notkun rússneskra hermanna á farsímum og samfélagsmiðlum hafi hjálpað Úkraínumönnum við þessar árásir.

Eitt nýjasta dæmið er árás Úkraínumann á bækistöð hermanna í Makiivka í Donets um miðnæturbil á gamlárskvöld. Þar jöfnuðu þeir skólabyggingu, sem Rússar notuðu sem bækistöð og vopnageymslu, við jörðu og felldu um 400 hermenn að eigin sögn. Rússar hafa viðurkennt að hafa orðið fyrir miklu mannfalli í árásinni en segja að 89 hafi fallið. Þeir hafa einnig viðurkennt að notkun hermanna á farsímum og samfélagsmiðlum sé vandamál.

En svo aftur sé vikið að prófílmyndinni af miðaldra hermanninum þá er hún að sögn TV2 talin vera enn eitt dæmið um hvernig rússneskir hermenn sjá Úkraínumönnum óafvitandi fyrir upplýsingum um staðsetningu rússneskra hermanna.

Myndin kom upp um staðsetningu hans. Skjáskot/Twitter

 

 

 

 

 

Bandaríski hernaðarsérfræðingurinn Rob Lee lýsir því á Twitter hvernig fyrrgreind prófílmynd og nokkrar aðrar, sem voru allar með staðsetningarupplýsingum, hafi komið upp um að tíunda herdeild Spetznaz hafi notað Grand Prix Country Club í Suhy í Kherson sem bækistöðvar sínar. Nokkrum dögum síðar var bækistöðin jöfnuð við jörðu í flugskeytaárás Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn
Fréttir
Í gær

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi