fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Svíakonungur er ósáttur við ákvörðun þingsins – „Þetta er hræðilegt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 07:05

Carl XVI Gustaf konungur Svíþjóðar. Mynd/Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sonur minn, Carl Philip, fæddist og skyndilega var öllu breytt svo hann missti allt, það finnst mér undarlegt.“

Þetta segir Carl Gustaf, Svíakonungur, í nýrri heimildarmynd, Sveriges sista kungar, sem verður sýnd í Sænska ríkissjónvarpinu á sunnudaginn.

Það sem hann á við með þessum ummælum er að skömmu eftir fæðingu Carl Philip var sænsku stjórnarskránni breytt á þá vegu að elsta barn þjóðhöfðingjans varð arftaki hans en ekki elsti sonurinn eins og áður var kveðið á um. Þetta þýddi að Carl Philip missti stöðu sína sem krónprins og eldri systir hans, Victoria, varð krónprinsessa.

„Að setja afturvirk lög er ekki skynsamlegt og það er enn þá skoðun mín,“ segir konungurinn í myndinni.

Myndin er framleidd af Sænska ríkissjónvarpinu sem segir að í henni sé konungurinn spurður um hvort honum finnist óréttlátt að sonur hans hafi færst aftar í erfðaröðinni vegna stjórnarskrárbreytinganna og svarar hann því játandi: „Já, það finnst mér. Sem foreldri finnst mér þetta hræðileg.“

Hann segir það sitt mat að breytingin hafi styrkt konungdæmið sem stofnun en hún hefði bara ekki átt að vera afturvirk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Í gær

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann