fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
FókusMatur

Trölli stal jólatrénu en ekki jólunum í Bónus

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 21. desember 2022 18:28

Trölli fór í stúfana í Bónus við Smáratorg og stal jólatrénu. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var uppi fótur og fit í Bónus við Smáratorg um helgina þegar í ljós kom að jólatréð í versluninni var horfið. Öryggismyndavélar í verslun Bónus náðu þjófnum á myndum og í ljós kom að þar var sjálfur Trölli (the Grinch) á ferðinni. Trölli virðist hafa falið sig innandyra og beið eftir því að allir voru farnir og versluninni lokað. Hann spratt þá upp og fór á kreik og sést sniglast um gangana. Öryggismyndavélar verslunarinnar eltu kostulega för hans. Trölli sést koma að stóra jólatrénu í Bónus og stela því. Þar næst dröslast hann með jólatréð í burtu út í dimma og kalda nóttina.

,,Þótt Trölli hafi stolið jólatrénu þá látum við hann ekki stela jóla stemningunni og gleðinni í Bónus. Málið er í rannsókn hjá okkar besta fólki. Við vitum að Trölli er vænsta skinn inn við beinið þótt hann taki upp á ýmsu þegar jólin nálgast og vonandi verður Trölli búinn að finna gleðina á aðfangadag. Kannski fáum við þá sjá Trölla aftur og jólatréð til baka,“ segir Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus.

Sjáið Trölla stela jólatré hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna