fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Alexander Kjartansson sakfelldur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu en sýknaður í mörgum ákæruliðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. desember 2022 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Kjartansson var þann 11. nóvember sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni, en dómurinn var birtur á vef dómstólanna í dag. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

DV greindi frá ákæru málsins í haust:

Ákærður fyrir 11 brot eftir hryllingssambúð – Herti öryggisbelti um háls hennar og hafði þvaglát yfir hana

Ákæruliðir voru alls 11 og var Alexander meðal annars sakaður um að hafa haft þvaglát yfir konuna. Einnig var hann sakaður um margskonar líkamlegt ofbeldi auk skemmdarverka á eigum konunnar. Athygli vekur að Alexander var sýknaður í fjölmörgum ákæruliðum þrátt fyrir að dómarinn teldi framburð konunnar trúverðugri en framburð hans. En dómarinn taldi hins vegar að fullnægjandi gögn skorti varðandi marga ákæruliðina.

Alexander játaði skemmdarverk á eigum konunnar og var hann sakfelldur fyrir þau. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir eftirfarandi ofbeldisbrot gegn konunni sem átti sér stað, eins og önnur meint brot í ákærunni, árið 2018:

„Mánudaginn 17. september, inni á þáverandi heimili þeirra að […], hellt úr kaffibolla yfir A, sparkað í aftanvert læri hennar, farið með hana inn á baðherbergi þar
sem ákærði hrinti henni svo að hún féll og skall með mjóbakið á salernið, sparkað í klof hennar og stigið með hælnum ofan á ristina á henni, rifið í hár hennar og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu. Því næst skipaði ákærði A að þrífa upp kaffið. Af framangreindri háttsemi hlaut A eymsli víða um líkamann, einkum á baki.“

Skar í sundur hettupeysu og rústaði rándýrri tölvu

Alexander var sakfelldur fyrir margvísleg skemmdarverk á eigum konunnar, meðal annars að hafa skorið í sundur hettupeysu hennar með hníf, borað með borvél í gegnum tölvutösku og rústað Macbook pro tölvu að verðmætti hátt í 400 þúsund krónur. Kastaði hann tölvunni í gólfið og stappaði á henni með fæti.

Hann sturtaði einnig dýrum skartgripum konunnar ofan í klósettið með þeim afleiðingum að munirnir glötuðust. Einnig eyðilagði hann fyrir henni dýra myndavélarlinsu.

Í dómnum segir að brot Alexanders gegn konunni hafi verið til þess fallin að valda henni verulegum miska. Gögn málsins styðji að hún hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna brotanna sem hann er þó sakfelldur fyrir.

Niðurstaðan er sú að hann er dæmdur í sex mánaða fangelsi og til að greiða konunni hátt í 1,4 milljónir í miskabætur.

Dómnum verður áfrýjað

Samkvæmt heimildum DV mun héraðssaksóknari áfrýja málinu til Landsréttar, krefjast þyngri refsingar yfir Alexander og sakfellingar í fleiri ákæruliðum.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“