fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Viðvörunarljós blikka – Þekktir ferðamannastaðir eru í hættu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 18:25

Akropolis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aþena, höfuðborg Grikklands, er þekkt fyrir magnaðar fornminjar. Borgin er talin vera fæðingarstaður lýðræðis og nú til dags er hún vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Mjög margir ferðamenn hafa lagt leið sína til borgarinnar í ár og reiknað er með að tekjurnar af komu þeirra verði um 18 milljarðar evra sem er um þremur milljörðum meira en gert var ráð fyrir í upphafi árs.

Það er auðvitað gott að fá svona innspýtingu í hagkerfið en þessum mikla ferðamannafjölda fylgja einnig ákveðin vandamál.

Margar af fornminjum borgarinnar, eins og til dæmis Akropolis, verða fyrir áhrifum af komu allra þessara ferðamanna. Akropolis er rúmlega 2.000 ára og er á Heimsminjaskrá UNESCO.

The Guardian hefur eftir Peter DeBrine, ráðgjafa hjá UNESCO, að aðvörunarljósin blikki. Það verði að spyrja hversu margir ferðamenn séu of margir þegar rúmlega 16.000 manns heimsæki Akropolis daglega. Það séu of margir.

Hann segir að rannsóknir sýni að ferðamenn vilji í sífellt meiri mæli geta valið um sjálfbæra möguleika þegar kemur að áfangastöðum. Af þeim sökum telur hann að grísk yfirvöld verði að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að of margir ferðamenn heimsæki Akropolis. Til dæmis sé hægt að selja aðgöngumiða á netinu til að tryggja að ekki komi of margir ferðamenn þangað daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Í gær

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“