fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

PLAY hefur áætlunarflug til Varsjár

Eyjan
Föstudaginn 2. desember 2022 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands. Fyrsta flugið verður 3. apríl 2023 en flogið verður tvisvar í viku fram til loka októbers 2023.

Varsjá er annáluð fyrir fegurð og frumleika en unnendur verslunar, matar og næturlífs muna finna þar allt sem hugurinn girnist. Þá er arkitektúr borgarinnar og saga hennar merk, enda hefur hún alið af sér afar framúrskarandi borgara, þar á meðal tónskáldið Frédéric Chopin en flugvöllurinn í Varsjá er einmitt nefndur eftir honum.

„Þetta er spennandi skref sem við tökum hjá PLAY með því að fljúga til Varsjár. Þetta er borg sem lætur engan ósnortinn og ég er sannfærður um að hún mun ekki aðeins höfða til þeirra rúmlega 20 þúsund Pólverja sem búa á Íslandi heldur einnig Íslendinga sjálfra. Þetta er fimmti nýi áfangastaðurinn sem við kynnum á skömmum tíma sem byggir undir metnaðarfullt leiðakerfi sem við munum bjóða upp á árið 2023,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi