fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Ólýsanlegar þjáningar íslenskrar konu af völdum sárasóttar

Pressan
Fimmtudaginn 1. desember 2022 12:30

Tölvugerð mynd af konunni sem byggðist á áverkum á höfuðkúpu hennar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvugerð mynd af andliti ungrar íslenskrar konu frá 16. öld sýnir skelfilega afleiðingar sárasóttar. Myndin var unnin í tengslum við rannsókn Háskólans í Adelaide á sárasótt en áverkar á höfuðkúpu ungu konunnar vöktu athygli þeirra. Hauskúpan var skönnuð inn með þrívíddarskanna og þannig aðgengileg rannsakendunum.

Hauskúpa konunnar var grafin upp á Skriðuklaustri fyrir rúmum áratug og er varðveitt á Þjóðminjasafninu. Konan virðist hafa verið á þrítugsaldri þegar hún lést en ljóst er að líf hinnar ungu konu hefur ekki verið auðvelt. Auk sárasóttarinnar glímdi hún við slitgigt og vankölkun glerungs sem að öllum líkindum var afleiðing af næringarskorti.

Fjallað var um rannsóknina og íslensku konuna á vef Live Science í vikunni. Haft er eftir einum aðstandanda rannsóknarinnar, hinum brasilíska Cicero Moraes sem bjó til myndina tölvugerðu, að það sé í raun sláandi að sjá einhvern sem hefur verið svona illa haldinn af sárasótt, þar sem skaðinn hafi náð inn að beini. Um sé að ræða lokastig sjúkdómsins og þó að ástandið geti verið banvænt sé ekki hægt að fullyrða að sársótt hafi dregið konuna til dauða.

„Sjúkdómurinn hafði þó mikil áhrif á lif hennar,“ er haft eftir Moraes.

Hér geta áhugasamir kynnt sér rannsóknina

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro