fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Nýtt lyf við Alzheimers hægir á minnistapi – Ýtir undir vonir um að elliglöp verði læknanleg í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar segja að „nýtt tímabil“ í læknisfræði sé hafið eftir að tilraunir með lyfið Lecanemab sýndu að það geti hægt á þróun þeirra sjúkdómseinkenna sem fylgja Alzheimerssjúkdómnum.

Sky News segir að tilraunirnar hafi leitt í ljós að lyfið hreinsaði köggla af prótíni, sem heitir amyloid og er talið vera helsti orsakavaldur algengs minnistaps, úr heilum sjúklinga.

Niðurstöður tilraunanna voru kynntar á ráðstefnu í San Francisco og tóku vísindamenn þeim mjög vel og vöktu þær góðar vonir um að hægt verði að ná árangri í baráttunni við Alzheimers. Margir fundargesta hafa unnið að rannsóknum á sjúkdómnum áratugum saman til að reyna að finna út hvað veldur honum og hvernig sé hægt að lækna hann.

Rob Howard, prófessor í öldrunargeðlæknisfræði við University College London, sagði að niðurstöðurnar séu „dásamlegar og veki vonir“. Nú séum við loksins komin með smá tök á þessum hræðilega sjúkdómi og nú hafi áralangar rannsóknir og fjárfestingar skilað árangri.

„Þetta er þýðingarmikið og sögulegt. Þetta mun ýta undir raunverulega bjartsýni um að hægt verði að sigrast á elliglöpum og að dag einn verði jafnvel hægt að lækna þau,“ sagði hann.

Niðurstöður tilraunarinnar með Lecanemab sýndu að lyfið hægði á minnishrörnun og hrörnun andlegrar fimi um 27% hjá sjúklingum með mild einkenni Alzheimers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því
Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu