fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Opnar sig loks um áhuga Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo hefur verið sterklega orðaður við Manchester United undanfarið. Hann hefur nú tjáð sig um þessa orðróma.

Þessa stundina er hinn 23 ára gamli Gakpo staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Hann hefur skorað í báðum leikjum liðsins í riðlakeppninni til þessa og heillað mikið.

Sóknarmaðurinn er á mála hjá PSV í heimalandinu en líklegt er að hann fari þaðan fljótlega. United hefur helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður kappans.

„Núna einbeiti ég mér að HM en það er alltaf gaman að heyra svona orðróma. Ég reyni hins vegar bara að gera mitt besta hér og einbeita mér að því,“ segir Gakpo.

„Ég veit hverju ég bý yfir en það er alltaf erfitt að ná þínu hæsta mögulega stigi. Ég er ekki þar enn og get bætt mig í mörgu.“

Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu