fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 16:00

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök Demókrata, sem ráða yfir mörgum milljónum dollara, undirbúa sig nú undir væntanlega rannsókn Repúblikana á Joe Biden þegar þeir taka við völdum í fulltrúadeild þingsins í janúar.

Þessi samtök eða hópar hafa á síðustu vikum undirbúið sig undir árásir Repúblikana á Biden en hafa farið mjög leynt með þessa vinnu sína.

Repúblikanar hafa boðað rannsóknir á Biden og embættisfærslum hans þegar þeir taka við völdum í fulltrúadeildinni. Þetta er svar þeirra við rannsókn núverandi meirihluta Demókrata í fulltrúadeildinni á einu og öðru er varðar Donald Trump, fyrrum forseta.

Samtökin tengjast Hvíta húsinu ekki beint. Þau ætla að reyna að koma í veg fyrir árásir Repúblikana, meðal annars með því að grafa upp eitt og annað misjafnt um Repúblikana.

NBC News skýrir frá þessu en sjónvarpsstöðin ræddi nýlega við leiðtoga þriggja af þessum samtökum.

Stöðin segir að samtökin hafi margar milljónir dollara til umráða og verða þær meðal annars notaðar til að ráða rannsakendur og samskiptafulltrúa til starfa til að vinna gegn þrýstingi Repúblikana á Hvíta húsið og Biden. Samtímis munu samtökin undirbúa sig undir hugsanlegt forsetaframboð Donald Trump 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“