fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 18:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega verður bóluefni, sem veitir vernd gegn öllum þekktum flensuveirum, tilbúið til notkunar innan tveggja ára. Ef þetta gengur eftir verður um stóran áfanga að ræða.

The Guardian segir að tilraunabóluefni, sem byggist á sömu mRNA tækni og var notuð við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni, hafi verndað mýs og frettur gegn alvarlegum inflúensuveirum. Þetta opnar á tilraunir á fólki með bóluefnið.

John Oxford, prófessor og veirufræðingur við Queen Mary háskólann í Lundúnum, segir að bóluefni, sem var þróað við University of Pennsylvania, geti verið tilbúið til notkunar eftir næsta vetur. Hann kom ekki að þróun þess.

Í samtali við BBC sagðist hann ekki geta lagt nægilega mikla áherslu á hversu mikilvæg þessi rannsókn sé. Möguleikarnir séu miklir. Hann sagðist telja að stundum vanmetum við þessa stóru öndunarfærasjúkdóma.

Vísindamenn hafa unnið að þróun allsherjar flensulyfs í rúmlega áratug en nýja rannsóknin, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, þykir vera stórt skref í átt að bóluefni sem geti verndað okkur gegn hugsanlega hörmulegum flensufaraldri.

Bóluefni, sem veita vernd gegn fjórum afbrigðum inflúensuveiru, eru uppfærð árlega til að tryggja að þau veiti góða vernd gegn þeim flensuveirum sem eru komnar á kreik.

Nýja bóluefnið er hannað til að styrkja ónæmiskerfið gegn öllum 20 undirtegundum inflúensu af bæði A og B stofni. Þannig verður líkaminn búinn undir að takast á við það flensuafbrigði sem fer á kreik hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt