fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Sendi Evrópuþinginu sjúka gjöf – Blóðug sleggja frá helsta stríðsherra Pútíns

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2022 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmönnun Evrópuþingsins var brugðið í vikunni þegar stofnunni barst fiðlutaska en í henni mátti finna sleggju sem var útötuð gerviblóði. Um var að ræða sendingu frá milljarðamæringnum Yevgeni Prigozhin, stofnanda Wagner-málaliðasveitarinnar. Sendingin var viðbragð við þeirri ákvörðun Evrópuþingsins að viðurkenna Rússland formlega sem styrktaraðila hryðjuverka vegna stríðsbröltsins í Úkraínu.

Starfsmönnum Evrópuþingsins var brugðið yfir sendingunni

Sleggjan er tilvísun í hrottalega aftöku á Yevgeny Nuzhin, liðhlaupa úr Wagner-sveitinni, á dögunum. Nuzhin afplánaði 28 ára dóm fyrir  morð þegar honum var boðið frelsi gegn því að ganga til liðs við Wagner. Hann gerðist liðhlaupi í Úkraínu og gaf sig á vald Úkraínumanna. Hann var síðan tekinn höndum af útsendurum Rússa í Kænugarði og myrtur á ógeðfelldan hátt með sleggjunni. Fagnaði Prigozhin síðan örlögum svikarans eins og frægt varð.

Stríðið í Úkraínu hefur tekið þá nýju og óhugnalegu stefnu að Rússar virðast ætla að beita náttúruöflunum til að klekkja á óbreyttum Úkraínumönnum. Urmull sprengjuárása á innviði Úkraínu hafa gert það að verkum að gríðarlegu fjöldi íbúa er án hita og rafmagns þegar vetur gengur í garð. Þannig urðu árásir til þess að öll fjögur kjarnorkuver Úkraínu aftengdust orkukerfi landsins.  Frostið fer á sumum stöðum niður í allt að -20 gráður á Celsius og ljóst er að afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir almenna borgara.

Talið er að fjölmargir Úkraínumenn munu yfirgefa heimili síns vegna ástandsins og reyni að flýja í bærilegri aðstæður eins og í Póllandi. Sagði Zelensky Úkraínuforseti að áætlanir Rússa væru glæpir gegn mannkyninu.

„Við búumst við því að 2-3 milljónir manna muni yfirgefa heimilis sína í leit að hlýju og öryggi,“ sagði Hans Kludge, svæðisstjóri hjá WHO. Sagðist hann telja að Rússar vilji dreifa út örvæntingu um Evrópu og vonast til að Vesturveldin muni draga úr stuðningi sínum við Úkraínu vegna þessa auk þess sem að ástandið gæti dregið úr baráttuanda Úkraínumanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns