fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sjö leikmenn Sáda byrjuðu gegn Íslandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 12:08

Saud Abdulhamid. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádi-Arabía gerði ansi gott mót á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag, þegar liðið sigraði Argentínu 2-1.

Argentínumenn leiddu í hálfleik, 1-0, með marki frá Lionel Messi af vítapunktinum.

Sádi-Arabía kom hins vegar með látum inn í seinni hálfleik. Á 48. mínútu jafnaði Saleh Al-Shehri fyrir þá og fimm mínútum síðar voru þeir komnir yfir með frábæru marki Salem Al-Dawsari.

Athygli vekur að sjö leikmenn sem voru í byrjunarliði Sáda í dag voru það einnig í vináttulandsleik gegn Íslandi á dögunum.

Það eru þeir Mohammed Al Owais, Saud Abdulhamid, Salman Al Faraj, Abdulelah Al Maki, Mohamed Kanno, Firas Al Buraikan og Salem Al Dawsari.

Ísland stillti upp algjöru varaliði í leiknum sem var að mestu skipað leikmönnum úr Bestu deildinni hér á landi. Aðeins Aron Einar Gunnarsson byrjaði leikinn af leikmönnum sem telja mætti sem lykilmann í íslenska landsliðinu.

Þeim leik lauk með 1-0 sigri Sádi-Arabíu, þar sem Abdulhamid gerði einmitt markið.

Í þessum riðli eru einnig Pólland og Mexíkó, sem mætast klukkan 16 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad