fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Ökumaður í vímu ók á ljósastaur og hús – Innbrotsþjófur handtekinn á vettvangi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.48 var bifreið ekið á steypuklump í Miðborginni, klumpurinn er notaður til að þrengja akbraut vegna viðgerða á henni. Við áreksturinn valt bifreiðin á hliðina, skall á ljósastaur og endaði við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Meintur ökumaður var handtekinn á vettvangi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að sýnatöku lokinni fór hann að kvarta undan verkjum í líkamanum og var þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild.

Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í tóbaksverslun í Miðborginni. Þar var búið að brjóta rúðu og fara inn. Maður var handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í bílskúr við fjölbýlishús í gærkvöldi. Þar var dýru golfsetti stolið.

Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um þrjá menn sem voru að brjótast inn í gáma í Hafnarfirði. Þegar lögreglan nálgaðist svæðið náðu tveir þeirra að hlaupa á brott. Einn var handtekinn. Að upplýsingatöku lokinni var hann fluttur á bráðadeild þar sem hann var með sýkingu í hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“