fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Telmo yfirgefur ÍBV

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 17:00

Telmo t.v

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telmo Castanheira ákvað að skrifa ekki undir nýjan samning við ÍBV. Hann yfirgefur því liðið en Telmo hefur verið orðaður við Fram. Samkvæmt heimildum 433.is er þó líklegast að hann fari annað.

„Við færum ykkur þær fréttir að Telmo hefur ákveðið að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi og tilkynnti hann knattspyrnuráði á dögunum að hann myndi hafna nýju samningsboði frá félaginu,“ segir á vef ÍBV:

Telmo kom til ÍBV árið 2019 og hefur þessi 30 ára leikmaður leikið 110 KSÍ leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 10 mörk, mörg þeirra með skotum fyrir utan teig líkt og í sumar gegn FH-ingum í október. Telmo var valinn besti leikmaður ÍBV sumarið 2019 á hans fyrsta tímabili með liðinu.

„Þetta frábæra ferðalag í Vestmannaeyjum hefur tekið enda og ég get ekki farið héðan án þess að segja hversu þakklátur ég er. Þetta voru frábær fjögur ár, þar sem að allt samfélagið lét mér líða eins og ég væri heima hjá mér. Ég vil þakka öllum sem deildu með mér stundum á þessari vegferð, leikmenn, þjálfarar, fólk í stjórn og stuðningsmenn fyrir ástina og stuðninginn. Við upplifðum hæðir og lægðir en stóðum saman og komum ÍBV aftur í hóp þeirra bestu. Með ákvörðun minni er ég viss um að það sé kominn tími fyrir mig að vaxa í aðra átt en ég tek Vestmannaeyjar með mér í hjarta mínu,“ segir Telmo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu