fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Gallaður hjólastóll kom upp um hana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 21:00

Svona leit þetta út við nánari skoðun. Mynd:Bandaríska tollgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Emelinda Paulino De Rivas, sem er frá Dóminíska lýðveldinu, kom akandi í hjólastól sínum að tollhliðinu á JFK-flugvellinum í New York í síðustu viku tóku tollverðir eftir því hjólastóllinn hennar var ekki eins og hjólastólar eiga að vera.

Mirror segir að hjól hans hafi ekki snúist eðlilega. Tollverðir tóku De Rivas því til hliðar og skoðuðu hjólin betur. Þau voru gegnumlýst og kom þá í ljós að pakkar voru inni í þeim. Í þeim reyndust vera rúmlega 12 kg af kókaíni.

Verðmæti kókaínsins er rúmlega 450.000 dollarar á bandaríska markaðnum.

Eins og gefur að skilja þá var De Rivas handtekin.

Það er ekki einsdæmi að hjólastóll sé notaður á þennan hátt því í byrjun september fundust 13 kg af kókaíni í hjólastól á flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Þar var einnig ferðamaður frá Dóminíska lýðveldinu á ferð.

Þetta er hjólastólinn sem ítalskir tollverðir skoðuðu. Mynd:Ítalska tollgæslan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi