fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Filippseyingar rísa upp gegn Kínverjum og vísa 40.000 úr landi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 09:00

Nú hafa yfirvöld fengið nóg af kínverskum spilavítum og glæpum þeim tengdum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Filippseyjum hafa afturkallað starfsleyfi 175 kínverskra netspilavíta og ætla að vísa 40.000 starfsmönnum þeirra úr landi. Þessi iðnaður var orðinn yfirvöldum mikill þyrnir í augum því umfangsmikil glæpastarfsemi tengist honum og straumur mörg þúsund kínverskra starfsmanna spilavítanna til eyjanna hefur haft margvísleg vandamál í för með sér.

Mannrán, morð, mansal, vændi, skattsvik og hækkandi fasteignaverð eru á lista yfirvalda yfir alvarleg og neikvæð áhrif kínversku spilavítanna. Þau hafa því ákveðið að nú sé nóg komið.

Jótlandspósturinn segir að kínverski spilaiðnaðurinn hafi farið sístækkandi á Filippseyjum frá 2016 en þá komst Rodrigo Duterte til valda sem forseti. Hann jók viðskiptin við Kínverja og reyndi að laða fleiri fjárfesta til landsins.

Þetta varð til þess að spilavítum, sem starfa á netinu, fjölgaði gríðarlega á skömmum tíma og urðu Filippseyjar ein stærsta miðstöð heims á þessu sviði, komst á par við Singapúr og Macau, sem er kínverskt yfirráðasvæði.

Nú hefur Ferdinand Marco junior, núverandi forseti, ákveðið að nú sé nóg komið og ákveðið að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Þetta var eitt af kosningaloforðum hans en hann tók við völdum í júní.

Vandamál, tengd spilavítunum, voru orðin svo mikil að filippseysk yfirvöld höfðu neyðst til að setja sérstakar sveitir, með kínversku mælandi fólki, á laggirnar til að takast á við vandamál á borð við ofbeldisverk og aðra glæpi.

Talið er að 121.000 manns starfi við kínversku spilavítin, þar af eru tæplega 70.000 Kínverjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“