fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn staðfesta að þetta séu ein elstu ummerki lífs hér á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 13:30

Þetta er steinninn sem um ræðir. Mynd:Keyron Hickman-Lewis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í steini, sem fannst í vestanverðri Ástralíu, eru ein elstu þekktu ummerki um líf hér á jörðinni. Steinninn er lagskiptur og er um lagskipta setmyndun að ræða. Niðurstöður nýrrar rannsóknar eru að lifandi  örverur hafi myndað þá fyrir 3,48 milljörðum ára.

Live Science skýrir frá þessu. Ummerki um líf í þessum steinum hafa þynnst á milljörðum ára og því hafa vaknað spurningar um hvort þetta væru ummerki eftir örverur eða hvort þau hefðu myndast af jarðfræðilegum orsökum.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segjast hafa fundið ákveðin ummerki eftir örverur í ákveðnum lögum steinsins og séu þetta sterkar sannanir fyrir líffræðilegu ferli.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu GeoScienceWorld.

Elstu þekktu ummerkin um líf eru um 3,7 milljarða ára gömul og eru í steinum sem fundust á Grænlandi. Ekki er talið útilokað að enn eldri ummerki sé að finna í steinum frá Kanada en það hefur ekki verið staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað