fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kostnaður við nýjan Landspítala tugi milljarða fram úr áætlun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 09:00

Mynd-nyrlandspitali.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að heildarkostnaður við nýjan Landspítala verði ekki undir 90 milljörðum og er reiknað með að hann verði 27 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir í kostnaðarmati frá 2017.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að verðbætur og hátt hrávöruverð hafi hækkað byggingarkostnaðinn mikið.

Kostnaðarmat verkefnisins var uppfært fyrir fimm árum og var þá gert ráð fyrir að heildarkostnaðurinn yrði um 63 milljarðar. Nú er hann farinn að nálgast 90 milljarða eða 27 milljörðum meira en ráð var fyrir gert 2017.

Fréttablaðið hefur eftir Ásbirni Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Nýjum Landspítala, að stærstu verkþættirnir séu enn innan þeirra skekkjumarka sem ráð var gert fyrir í upphafi. Ekki sé annað að sjá en verkinu verði lokið 2028 eins og áætlað hafi verið.

Hann sagði að nú sé nákvæmlega 50% af uppsteypunni í meginbyggingunni lokið. Búið sé að hanna burðarvirki og búið sé að bjóða út útveggi.

Hann sagði bygginguna einstakt mannvirki að mörgu leyti. Hún sé hönnuð til að standa af sér stærstu mögulega jarðskjálfta. „Burðarvirkin eiga ekki bara að standa eftir óhögguð heldur á öll starfsemin að standast prófið,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast