fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Lilju saknað úr þingsal og deilt um hverjir séu sorglegir -„Svo fráleitt að manni bara fallast hendur hér á Alþingi“

Eyjan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskitparáðherra, var til umræðu á Alþingi í dag í sérstakri umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðunnar um Íslandsbankasöluna. Kom hún til  umræðu vegna þess að hún var ekki á svæðinu.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Lilja væri ekki á svæðinu heldur hefði kosið að fara þá leið að tjá sig við fjölmiðla um málið ítrekað í dag, en væri ekki tilbúin að gera grein fyrir afstöðu sinni á Alþingi.

Lilja sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hún væri mjög ánægð með skýrsluna. Sjálf hefði hún lýst vonbrigðum með framkvæmd sölunnar og rímaði skýrslan vel við hennar áhyggjur. Hún viðraði sömu sjónarmið í samtali við fleiri fjölmiðla.

Orðið dálítið sorglegt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þingi í dag að það væri frekar sorglegt að sjá stjórnarandstöðuna vekja sérstakaka athygli á fjarveru Lilju og bæri það vott um að þau væru rökþrota.

„Þetta er nú orðið dálítið sorglegt hjá stjórnarandstöðunni hér í dag verð ég að segja. Það byrjar nú á því að því er slegið fram að ríkisendurskoðandi hafi bara ekkert metið það hvort að skýrslan geymi athugun á því hvort lögum og góðum stjórnsýsluháttum hafi verið fylgt, heldur hafi því bara verið sleppt sem er svo fráleitt að manni bara fallast hendur hér á Alþingi að menn haldi þessu fram í fullri alvöru.

En þegar að menn grípa í tómt með þetta og finna ekkert annað til að tala um, jafnvel þó að forseti hafi ákveðið að taka hér heilan dag í umræðu um þessa skýrslu. Þá er farið út í þref um fundarstjórn, að einstaka ráðherrar séu ekki mættir og hér hafa nú komið nokkrir þingmenn og kallað einn fjarverandi ráðherra bankamálaráðherra. Ég ætla nú að gera athugasemd við fundarstjórn að þetta sé ekki leiðrétt að ráðherrann sem er verið að vísa til er sannarlega ekki bankamálaráðherra, hann hvorki heitir bankamálaráðherra neinsstaðar né heyra bankamál undir ráðherrann.“

Sko sjáið bara ég hafði rétt fyrir mér

Næst í pontu var Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, hún benti á að Lilja hafi farið mikinn í fjölmiðlum í dag og því væri eðlileg krafa að hún kæmi líka á sjálft Alþingi að gera grein fyrir skoðunum sínum.

„Frú forseti, hér er rætt um það hvort að „ekki-bankamálaráðherra“ eigi að koma og hlusta á umræðuna og taka þátt í því sem hér fer fram. Hæstvirtur menningar- og viðskiptaráðherra hefur tjáð sig mikið í fjölmiðlum í dag um það að hún fagni útkomu skýrslu sem staðfestir hennar efasemda raddir um aðferðina sem hæstvirtur fjármálaráðherra tók ákvörðun um að fara varðandi sölu bankans. Hún fagnar skýrslunni, fagnar því að það sé tekið undir hennar skoðun sem að hún hafði lagt fram og þess vegna væri gott að fá að heyra hennar afstöðu á þessu öllu hér í dag.

Þessu sem að sumir kalla klúður, þessu sem að þingmenn og ráðherrar í ríkisstjórn, þingmenn Sjáflstæðisflokksins háttvirtir, kalla til mikilla hagsbóta fyrir almenning. En hæstvirtur viðskipta- og menningarráðherra, eða menningar- og viðskiptaráðherra, segir: Sko sjáið þið bara, ég hafði rétt fyrir mér.“

Hálf niðurlægjandi fyrir stjórnarandstöðuna

Bjarni svaraði þá fyrir sig og sagðist í sjálfu sér ekki ætla að gera athugasemd við að stjórnarandstaðan sói tíma í að sakna annarra ráðherra. Í raun sé málflutningur stjórnarandstöðunnar sorglegur og hálf niðurlægjandi fyrir andstöðuna sjálfa.

„Virðulegi forseti, ég í sjálfu sér geri ekki athugasemd við það að þingmenn sakni annarra þingmanna eða eftir atvikum ráðherra úr þingsal. En á móti kemur þá hafa menn bara frítt spil hér. Hafa bara allan daginn, geta sagt allt sem þeim finnst en sjá ekki ástæðu til að fagna því, geta bara raðað sér allir á mælendaskránna og átt daginn hér á þingi.

Það sem ég að ég held að komi bara á daginn er það að það er svo lítið innihald. Það er svo lítið efnislegt sem menn hafa að segja að þeir vilja frekar eyða tímanum hér í fundarstjórn forseta. Ég skal bara taka þátt í því. Við skulum ræða hér um fundarstjórn forseta í allan dag í stað þess að ræða um skýrsluna sem menn eru að átta sig smám saman á að geymi engar fullyrðingar á borð við þær sem háttvirtir þingmenn virðast týna upp af tómum síðum skýrslunnar um þau atriði. Þetta er óskaplega dapurlegt. Ég verð að segja að þetta er eiginlega hálf niðurlægjandi fyrir stjórnarandstöðuna. En ef menn vilja þetta…. suða í forseta yfir fundarstjórn þá fá menn bara að gera það það er í fínu lagi.“

Sorlegt hvað hrokafullur Bjarni ber litla virðingu

Næst til að fá orðið var þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen. Hún sagði að henni þætti sorglegt hvað Bjarni ber litla virðingu fyrir stjórnarandstöðunni sem hafi takmörkuð tæki til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

„Forseti, út af því að hæstvirtur fjármálaráðherra kemur hér upp að tala um hvað honum finnst vera sorgleg og dapurlegt og allt þetta og hvað við greyið aumingja stjórnarandstaðan að haga okkur á einhvern hátt sem þóknast ekki hæstvirtur fjármálaráðherra þá langar mig að segja að mér finnst sorglegt,  mér finnst dapurlegt hversu litla virðingu fulltrúi framkvæmdavaldsins hér inni þessum þingsal núna, sem tekur þátt í þessari umræðu með okkur, hversu litla virðingu hann ber fyrir þinginu og fyrir stjórnarandstöðunni sérstaklega. Við höfum bara ekkert neitt ofboðslega mörg verkfæri hér inn í þessum sal til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er sjálfsasgt að við fáum hér umræðu um þessa skýrslu. Það er bara sjálfsagt.

Aftur á móti erum við búin að biðja um rannsóknarnefnd til að kafa ofan í kjölinn á þessu máli og það kemur bara ekki til greina því það er aðeins of mikið beðið um að við fáum þá rannsókn sem að þingið, sem að stjórnarandstaðan bað um, nei rannsóknin hún á að fara fram á forsendum fjármálaráðherra. Þetta þykir mér sorglegt. Mér þykir hrokinn sem kemur frá fjármálaráðherra sorglegur og mér þykri sjálfsagt að við komum upp í fundarstjórn og bendum á það að hæstvirtur viðskiptaráðherra vill tala við fjölmiðla í allan dag um hennar sjónarmið í þessu máli en kemur ekki fyrir þingið. Það er sjálfsagt að við komum hér upp og spyrjum – af hverju er hún ekki hér?“

Játaði glæpinn á sig

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, tók undir með Halldóru.

„Frú forseti þetta var nú svolítið ágætt innleg hjá hæstvirtur fjármálaráðherra. Kemur hingað upp og sakar stjórnarandstöðuna um að hafa ekkert efnislegt fram að færa. Vera orðin eitthvað svakalega sorgleg þegar við biðjum um að einn af þeim ráðherrum sem sitja í ráðherranenfd um efnahagsmál, og er að tjá sig um allan bæ í dag um þá skýrslu sem er hér til umræðu – sá ráðherra mæti til þingsins til að tjá sig líka. Þetta er nú bara ágætt innlegg þótti mér.

En fyndnast fannst mér samt að ráðherrann skyldi halda því fram að við værum sorgleg fyrir að hafa lítið fram að færa en hafði sjálfur ekkert annað færa en þann titlingaskít að við hefðum heimfært verkefnin óvart upp á vitlausan ráðherra. Ég skal játa þann glæp á mig að vera ekki búinn að átta mig á því hvar rykið settist í mestu uppstokkun stjórnarráðs Íslandssögunnar. Ég bara biðst afsökunar á því. Það breytir því ekki að ráðherrann á alveg erindi inn í þingsalinn, hvaða embætti hann svo sem gegnir nákvæmlega, nákvæmlega hvað stendur í forsetaúrskurði um stjórnarmálefni þá á menningar- og viðskiptaráðherra erindi í þennan ræðustól að gera grein fyrir þeim skoðunum sem hún er að gera grein fyrir um allan bæ. Allstaðar nema þar sem á að gera það.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að