fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Bóndi í Bæjarsveit vörslusviptur – „Margra ára innilokun er lokið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarneskirkju, og fleiri dýravinir fögnuðu sigri í gær er bóndi í Bæjarsveit í Borgarfirði, sem legið hefur undir ámæli um dýraníð, var vörslusviptur. Um eittleytið í gær streymdu lögreglubílar að bænum og fréttirnar bárust hratt um sveitina. Steinunn og fleira fólk fór á vettvang. Hún staðfestir í samtali við DV að lögregla og MAST hafi stýrt aðgerðunum á sveitabænum.

„Þessi bóndi var vörslusviptur en inni í húsum voru 146 nautgripir sem höfðu ekki sést úti undanfarin ár. Síðan voru aðrir nautgripir sem voru úti en voru illa haldnir, höfðu verið settir of seint út í haust og þoldu ekki þennan kulda. Það er verið að fjarlægja þessa gripi,“ segir Steinunn.

Segir hún að fólk í sveitinini hafi vitað af aðgerðunum í gær vegna umferðar lögreglubíla, hafi fólk strax áttað sig á því hvað var á seyði. Einhverjir fóru á vettvang og Steinunn tók meðfylgjandi mynd frá aðgerðunum. Hún skrifaði á Facebook um málið:

„Og þá hefjast aðgerðir!
146 nautgripir losna úr prísund sinni!
Margra ára innilokun er lokið!
29 nautgripir þurfa ekki lengur að berjast við að halda lífi í kulda og vosbúð!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað