fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Herdís Dröfn og Sævar keyptu Leonard-höllina á 272 milljónir sem endaði á að mígleka – Fengu 25 milljónir í bætur eftir dómsmál

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. nóvember 2022 11:57

Herdís Dröfn Fjelsted, Sævar Pétursson og Sævar Jónsson, gjarnan kenndur við Leonard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herdís Dröfn Fjelsted, fráfarandi forstjóri Valitor, og Sævar Pétursson, tannlæknir unnu dómsmál á dögunum þar sem þeim voru dæmdar bætur upp á rúmar 25 milljónir króna vegna lekavandamála í einbýlishúsi sem þau keyptu árið 2018 í Garðabæ.

Húsið, sem stendur við Mosprýði 10, í Garðabæ keyptu þau af Helgu Daníelsdóttur sem gjarnan kennd við skartgripaverslunina Leonard eins og eiginmaður hennar Sævar Jónsson.

Fóru fram á 32 milljónir í skaðbætur

Um sannkallaða höll er að ræða en húsið er heilir 672 fermetrar að stærð og var kaupverðið 272 milljónir króna. Kaupverðið var að hluta til greitt með raðhúsi Herdísar Drafnar við Sandakur 2 í Garðabæ sem var metið á 115 milljónir króna í viðskiptunum.

Málið höfðuðu Herdís Dröfn og Sævar gegn Helgu sem og byggingastjóra hússins, Ómari Steini Rafnssyni, arkitekti þess Guðmundi Tyrfingssyni og tryggingarfélaginu Verði. Fóru þau fram á tæpar 32 milljónir í skaðabætur vegna ýmissa galla á húsinu.

Fram kemur í dómnum að fyrir viðskiptin hafi húsið verið ástandsskoðað og þar hafi ýmis vandræði á eigninni komið fram. Samkomulag hafi verið milli aðila um að seljandi myndi annast viðgerðir á eigninni fyrir afhendinguna.

Sjá einnig: Leonard-fjölskyldan leigir út lúxusbústað – Nóttin kostar hálfa milljón en morgunverður ekki innifalinn

Ólykt af peningaskáp

Eignin hafi verið afhend 1. október 2018 en fljótlega hafi komið í ljós að gallarnir á eigninni hafi verið mun umfangsmeiri en áður var talið. Herdís og Sævar fengu óháðan aðila til að taka eignina út og sá áætlaði að kostnaður við lagfæringar væru rúmlega 40 milljónir króna. Aðallega væri um að ræða vandamál vegna rangs frágangs á þaksvölum og gluggum við svalir.

Fóru Herdís og Sævar fram á að Helga myndi greiða fyrir viðgerðina sem seljandi en því var hafnað.

Málsvörn hina stefndu byggðist á því að gallarnir hafi verið ófyrirséðir og að Helga hafi selt eignina í góðri trú og án þess að gera sér fyrir fyrir umfanginu.

Í dómnum kemur fram að húsið hafi verið markaðsett sem ein glæstilega og vandaðasta eign landsins og því hafi Herdís og Sævar átt að geta treyst því að eignin hafi verið gott sem gallalaus.

Hér má kynna sér ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjaness en í honum kemur meðal annars fram að frágangur við voldugan peningaskáp í eigninni hafi verið óforsvaranlegur og því stafaði af honum ólykt.

Arkitektinn og tryggingarfélagið sýknuð

Að endingu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Helga bæri að greiða Herdísi og Sævari rúmar 25 milljónir króna í bætur og þar af rúma 21 milljón með byggingarstjóranum Ómari Steini. Guðmundur og Vörður tryggingar voru sýknuð í málinu.

Þá var Helgu og Ómari Steini gert að greiða tæpar 5 milljónir í málskostnað en Herdís og Sævar þurfa að greiða Guðmundi og Verði málskostnað upp á um 2 milljónir króna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“