fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sex látnir eftir mögulega hryðjuverkaárás í Istanbúl

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 16:53

Sprengingin átti sér stað á vinsælli verslunargötu í Istanbúl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex eru látnir og að minnsta kosti 53 eru slasaðir eftir sprengingu á Istiklal-stræti, vinsælli verslunargötu í Istanbúl. Óttast er að tala látinna muni fjölga eftir því sem á líður kvöldið. Erdogan Tyrklandsforseti segir að ýmislegt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Breski miðillinn The Guardian birti óhugnalegt myndband þar sem sjá má sprenginguna og þá geðshræringu sem skapaðist í kjölfarið.

Sprengingin átti sér stað kl.16.20 á tyrkneskum tíma en þá iðaði verslunargatan af lífi. Fjórir einstaklingar létust samstundis en tveir í viðbót svo á spítala nokkru síðar. Eins og áður segir eru margir slasaðir og því er búist við að tala látinna gæti hækkað eftir því sem á líður kvöldið.

Í sjónvarpsávarpi til tyrknesku þjóðarinnar sagði Tayyib Erdogan, forseti landsins, að ekki væri hægt að fullyrða að um hryðjuverkaárás væri að ræða en ýmislegt benti þó til þess. Hann hét því að þeir sem bæru ábyrgð á ódæðinu yrðu látnir svara til saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“