fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Hryðjuverkamálið: Geðlæknir segir ekki hættu stafa af Sindra Snæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 11:00

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í dag verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur krafa héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni en þeir eru grunaðir um áform um hryðjuverk og stórfelld vopnalagabrot.

Núna liggur fyrir geðmat á sakborningunum og að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs, telur geðlæknir að ekki stafi hætta af honum. Orðrétt segir í geðmatinu:

„Ekki verður séð að geðrænt heilbrigði sé þannig að hætta stafi af fyrir hann sjálfan eða aðra einstaklinga eða hópa.“

Gengur þetta gegn gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

„Almennt eru dómarar ekki mikið að breyta um mat á almannahættu frá einum gæsluvarðhaldsúrskurði til annars. Hins vegar er staðan þessi að þegar síðasti úrskurður var kveðinn upp þá lá fyrir ákveðin áhættugreining unnin eftir svokölluðu TRAP-18 hættugreiningarkerfi. Einn faktorinn í því er geðrænt ástand. Nú hefur komið ný breyta inn í mat dómarans í dag, sem er geðmat einhvers reyndasta geðlæknis landsins þegar kemur að sakamálum. Hans niðurstaða ætti að öllu óbreyttu að leiða til þess að dómur endurskoði forsendu gæsluvarðhalds út frá því að sakborningar séu ekki hættulegir,“ segir Sveinn Andri í samtali við DV.

Málin verða tekin fyrir á fjórða tímanum síðdegis. Ekki er ljóst hvenær úrskurður Héraðsdóms liggur fyrir. Núgildandi gæsluvarðhald yfir tvímenningunum rennur út kl. 16 í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina