Uppgangur Eric Maxim Choupo-Moting hefur verið hreint magnaður á seinni stigum ferils síns.
Choupo-Moting er í dag 33 ára gamall og á mála hjá Bayern Munchen. Aðeins eru fjögur ár síðan hann var hjá Stoke á Englandi.
Frá Stoke fór kamerúnski framherjinn til Paris Saint-Germain, þaðan sem hann fór svo til Bayern árið 2020.
Á þessari leiktíð hefur Choupo-Moting skorað tíu mörk í fjórtán leikjum, þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliði Bayern.
Samningur hans rennur út næsta sumar. Þýska félagið hefur hins vegar mikinn áhuga á því að endursemja við hann.
Eina spurningin er hvort Choupo-Moting sætti sig við hlutverk sitt eins og það er hjá Bayern eða freisti þess að fara í lið sem myndi leyfa honum að spila meira.