fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Beckham var neyddur til að klæðast treyju Tottenham

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, goðsögn Manchester United, var neyddur í það að klæðast treyju Tottenham sem krakki þó hann væri stuðningsmaður Rauðu Djöflana.

Beckham segir sjálfur frá þessu en afi hans var stuðningsmaður Tottenham og gaf honum treyju liðsins á yngri árum.

Foreldrar Beckham gáfu honum treyju Man Utd en það var eitthvað sem afi hans sætti sig ekki við á þessum tímapunkti.

Beckham er í dag 47 ára gamall en gerði garðinn frægan sem leikmaður bæði Man Utd sem og Real Madrid.

,,Það er alltaf sérstakt þegar ég sé treyju Man Utd. Ég fékk þá treyju frá bæði mömmu og pabba,“ sagði Beckham.

,,Eftir það þá þurfti ég að venjast treyju Tottenham vegna afa míns. Man Utd treyjan var sú sem ég klæddist á daginn og svo á kvöldin klæddist ég treyju Tottenham.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag