fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Svara ásökunum veitingastaðanna Bambus og Flame – „MATVÍS hræðist ekki hótanir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 09:28

Mynd: MATVÍS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélagið MATVÍS hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar frétta um að veitingastaðirnir Bambus og Flame  undirbúi málsókn gegn félaginu. Ástæða málsóknarinnar eru fullyrðingar frá MATVÍS um alvarleg brot veitingastaðanna gegn starfsfólki sínu. Segja forsvarsmenn veitingastaðanna að MATVÍS hafi haldið því fram að starfsfólkið hafi verið beitt mansali og stórfelldum þjófnaði. Sjá frétt RÚV.

Veitingastaðirnir hafna fullyrðingum um að starfsfólkið hafi unnið 10-16 tíma á dag sex daga vikurnar. Hins vegar viðurkenna staðirnir að hafa ekki greitt fólkinu rétt laun og segja að það hafi verið mistök.

MATVÍS segir í yfirlýsingu sinni að það liggi fyrir að starfsmenn þessara veitingastaða hafi verið hlunnfarnir og segir að enn hafi ekki verið gert upp við fólkið að fullu.

„MATVÍS vonaðist eftir að málið kláraðist í samtali á milli aðila en því miður höfnuðu atvinnurekendurnir lögfræðingi MATVÍS um að greiða fólkinu það sem félagið telur þau eiga inni,“ segir í yfirlýsingunni.

Matvís segir að málið fari fyrir dómstóla en félagið hræðist ekki hótanir um lögsókn. Peningunum væri hins vegar betur varið í að gera upp við starfsfólkið:

„Málið fer því fyrir dómstóla. MATVÍS hræðist ekki hótanir um lögsókn en telur þó að þeim peningum sem eytt verður í þá málsókn myndu nýtast betur til þess að greiða fyrrum starfsmönnum veitingastaðanna það sem þau eiga inni. Þannig væri ágreiningurinn einnig afgreiddur. Yfirlýsing atvinnurekendanna úr fjölmiðlum þann 1. nóvember sl. um að vilji þeirra hafi ávallt staðið til þess að standa skil á sínu gagnvart skjólstæðingum MATVÍS er því ekki trúverðug þar sem ágreiningurinn nú snýst einmitt um það að ekki hefur verið gert upp við skjólstæðinga okkar að fullu.“

Sjá yfirlýsinguna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“