fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Frelsissvipti vændiskonu og misþyrmdi henni hrottalega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 14:56

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttað var í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, yfir manni sem sakaður er um að hafa keypt vændi af konu snemma vors 2021 og síðan frelsissvipt konuna og misþyrmt henni hrottalega.

DV hefur ákæruna í málinu undir höndum en þar er lýst einstaklega hrottalegu kynferðisofbeldi og líkamlegu ofbeldi. Atvikið átti sér stað í kjallaraherbergi húss sem maðurinn bjó í, þann 19. apríl 2021. Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu.

Maðurinn er sagður hafa greitt konunni 50 þúsund krónur fyrir vændi og eftir að vændisþjónustunni lauk hafi hann varnað konunni útgöngu úr herberginu og svipt hana frelsi í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. „…á þeim tíma þvingaði ákærði hana endurtekið, án samþykkis, til samræðis, endaþarmsmaka, munnmaka og til að sleikja á honum endaþarminn, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en ákærði tók hana að minnsta kosti tvisvar sinnum hálstaki og sló hana endurtekið í andlit og búk, með þeim afleiðingum að A hlaut brot á augntóttargólfi og á vanga- og kinnkjálkabeinum vinstra megin, mar í andliti, á hálsi og á vinstri upphandlegg, húðblæðingar á hálsi og punktblæðingar í andliti og í slímhúðum augna og í munnslímhúð, og yfirborðsáverka í andliti og á búk,“ segir í ákæru héraðssaksóknara.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan sem varð fyrir árásinni gerir kröfu um miskabætur upp á sex milljónir króna.

Sem fyrr segir var aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Búast má við að dómur falli í málinu fyrir mánaðamót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“