fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Þjóðadeild kvenna kynnt til leiks – Ísland í A-riðli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 13:39

Agla María skoraði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA hefur tilkynnt um nýtt fyrirkomulag fyrir undankeppni EM 2025.

Þjóðadeild hefst næsta haust þar sem leikið verður í þremur deildum þar sem lið leika í fjögurra liða riðlum. Ísland hefur Þjóðadeildina í A deild. Liðin fjögur sem lenda í neðsta sæti síns riðils falla niður í B deild fyrir undankeppni EM 2025. Dregið verður í riðla fyrir Þjóðadeildina í apríl 2023.

Undankeppni EM hefst svo vorið 2024 og verður fyrirkomulagið þar líkt og í Þjóðadeildinni, leikið verður í fjögurra liða riðlum í þremur deildum. Þau lið sem enda í tveimur efstu sætum riðlanna í A deild komast beint áfram í lokakeppni EM 2025. Liðin í þriðja og fjórða sæti A deildar fara í umspil ásamt liðum í B og C deild.

Umspilið er leikið í tveimur umferðum.

Fyrri umferð

Fyrri umferðinni er skipt í tvennt. Annars vegar mætast þar þau lið sem lenda í 3. og 4. sæti riðlanna í A deild liðum úr C deild, en þau lið sem enda í efsta sæti sinna riðla þar ásamt þeim þremur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti komast í umspilið. Leikið er heima og að heiman. Hins vegar mætast lið í B deild innbyrðist um sæti í seinni umferðinni.

Seinni umferð

Hér mætast þau lið sem komust áfram úr fyrri umferð, en um er að ræða sjö viðureignir. Þær þjóðir sem vinna sína viðureign komast áfram í lokakeppni EM.

Á vef UEFA má finna ítarlega útskýringu á nýja fyrirkomulaginu, en það mun einnig vera nýtt fyrir undankeppni HM 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag