fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Tepokar eru til margra hluta nytsamlegir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 13:30

Tepokar eru til margra hluta nytsamlegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott að setjast niður og fá sér tebolla. En vissir þú að tepokarnir eru til margra annara hluta nytsamlegir en að hella upp á te.

Það er til dæmis hægt að nota þá til að hreinsa hárið. Þrátt fyrir að við þvoum það með sjampói og notum jafnvel aðrar hárvörur náum við kannski ekki alltaf að fá það skínandi hreint. Til að gera það er hægt að leggja fjóra tepoka í heitt vatn, þvo hárið með sjampói og hárnæringu eins og venjulega og að lokum hella tevatninu yfir hárið, ekki skola það síðan úr, heldur láta það þorna.

Með því að nota innihaldið í tepokum er hægt að búa til andlitsmaska. Fyrst eru tepokarnir látnir þorna vel. How Stuff Works segir að því næst eigi að leggja telaufin í bolla og síðan bæta að minnsta kosti einni teskeið af hunangi við og blanda þessu vel saman. Blandan er síðan borin á andlitið með hringlaga hreyfingu. Maskinn á að sitja á í fimm mínútur áður en hann er skolaður af. Maski af þessu tagi á að sögn að hressa vel upp á húðina.

Ef þú glímir við poka undir augunum þá er hægt að nota tepoka til að vinna á þeim. Settu tvo tepoka í heitt vatn. Láttu þetta síðan vera í ísskápnum í nokkrar mínútur. Því næst hallar þú þér vel aftur á bak, lokar augunum og slakar á með tepoka á hvoru auga í um fimm mínútur.

Það er hægt að nota tepoka í staðinn fyrir dýr baðsölt. Þegar þú ætlar að slaka vel á í baði næst þá geturðu prufað að nota kamillu eða piparmyntu te.

Tepoka er hægt að nota til að lina sársauka af völdum sólbruna og skordýrabits. Settu tepoka í heitt vatn og kældu síðan í ísskápnum (á meðan þeir eru í vatninu). Þegar þeir eru orðnir kaldir skaltu setja þá beint á sólbrunann eða bitsárið og láta liggja í nokkrar mínútur. Ef þú hefur brunnið á stóru svæði getur þú sett klút ofan í kalda teið og lagt hann á brunasvæðið í staðinn fyrir tepoka.

Það er hægt að nota tepoka sem bragðefni fyrir hrísgrjón. Settu tepoka í sjóðandi vatn og láttu hann vera í því í eina til tvær mínútur. Taktu tepokana upp úr vatninu og notaðu það til að sjóða hrísgrjónin í, það gefur þeim gott bragð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Í gær

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið