fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mælir með kósíkvöldi um helgina

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. október 2022 17:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vonast eftir því að eiga rólega vakt um helgina, það sé langbest fyrir alla. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þá bendir lögreglan á að útlit er fyrir ágætu veðri um helgina þó svo að lítið fari fyrir sólinni í veðurkortunum.

Í færslunni segir svo að fólk geti tekið sér ýmislegt fyrir hendur um helgina en að lögreglan mæli til dæmis með kósíkvöldi. „Það klikkar sjaldnast,“ segir hún.

„Munið bara að láta ekki síma, eða önnur snjalltæki, eyðileggja þá ánægju- og gæðastund eins og mamman í meðfylgjandi myndbandi gerist sek um.“

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Þessu tengt minnir lögreglan svo á hvatningu Barnaheilla um að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í hálfan sólarhring þann 30. október, næstkomandi sunnudag, frá kl. 9-21. „Sjálfsagt er þetta áskorun sem reynist mörgum erfið, en markmiðið með henni er að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.“

Hægt er að finna frekari upplýsingar um átakið á barnaheill.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“