fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Þetta eru merki um að þú neytir of mikils sykurs

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. október 2022 09:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir næringarfræðingar og annað fagfólk mun væntanlega segja þér að þú eigir að forðast að innbyrða mikið af sykri því sykur sé eitur fyrir líkamann. Sykur getur valdið þyngdaraukningu en hann hefur einnig önnur neikvæð áhrif á fólk.

Stundum veistu kannski um þessar neikvæðu aukaverkanir af sykurneyslu og kannski tengir þú bara sykursýki við þetta. Margir telja að þeir geti neytt mikils sykurs, svo lengi sem þeir fá ekki sykursýki.

Sykursýkisjúklingar eru auðvitað viðkvæmari fyrir sykri en aðrir en hann er einnig óhollur fyrir alla aðra. Hann getur haft margvísleg áhrif sem gera þér erfitt fyrir í hinu daglega lífi.

Meðal einkenna þess að þú innbyrðir of mikinn sykur eru:

Almenn þreyta – Sykur hefur sambærileg áhrif og önnur örvandi efni. Fyrst hækkar orkustigið hratt en það hrapar aftur hratt og fer undir það sem telst eðlilegt. Þá ertu komin(n) í mínus hvað varðar orku. Margir bregðast við þessu með því að drekka sykraða drykki eða neyta annarra matvæla sem innihalda sykur. En með þessu er einfaldlega verið að byrja hina neikvæðu hringrás upp á nýtt. Það er því best að drekka vatn eða aðra sykurlausa drykki til að svara kalli líkamans.

Löngun í sælgæti – Eins og áður sagði þá hefur sykur svipuð áhrif og örvandi efni, fíkniefni. Ef þú stendur þig að því að hugsa stöðugt um sælgæti þá getur það verið merki um að þú neytir of mikils sykurs, kannski eru orðin(n) háð(ur) sykri. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til uppruna okkar sem tegundar. Við þörfnumst glúkósa til að lifa af. Þeim mun meira sem við borðum, þeim mun meira segir heilinn þér að geyma.

Skapsveiflur – Eftir því sem þú neytir meiri sykurs, þeim mun meira langar þig í sykur. Þetta hefur í för með sér að þegar þú hefur innbyrt sætindi verður skapið betra. En á hinn bóginn verður þú pirraður/pirruð þegar þú færð ekki þann sykur sem þú telur þig þurfa.

Þú þyngist – Þegar heilinn fær það magn sykurs sem hann hefur þörf fyrir til að starfa breytir líkaminn afganginum í fitu. Briskirtillinn getur ekki skilið nóg insúlín frá til að melta það og því flokkar lifrin það sem fitu.

Blóðþrýstingurinn hækkar – Þú hefur eflaust heyrt að salt sé ekki gott fyrir blóðþrýstinginn en vissir þú að sykur er enn verri? Bedrelivsstil segir að rannsókn hafi leitt í ljós að sykurinn geri efnaskipti erfiðari og það valdi auknu álagi á hjartað. Það veldur því að blóðþrýstingurinn hækkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta