fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Steingrímur svarar ekki

Fyrrverandi fjármálaráðherra hefur ekki gefið kost á viðtali

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, hefur ekki svarað beiðni DV um viðtal um kostnaðinn sem hefði fallið á íslenska ríkið ef Icesave-samningarnir sem voru kenndir við Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og formann samninganefndar íslenska ríkisins, hefðu verið samþykktir.

Samningarnir voru undirritaðir 5. júní 2009 í fjármálaráðherratíð Steingríms. Vísindavefurinn birti í vikunni svar Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum við Háskóla Íslands, við spurningu Jónasar Björns Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra BF-útgáfu, um kostnaðinn sem hefði fallið á ríkið vegna samninganna. Í svarinu kom fram að eftirstöðvar þeirra hefðu þann 5. júní næstkomandi numið tæpum 208 milljörðum króna. Það gerir um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016.

„Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr ríkissjóði vegna samninganna þar sem samningarnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Landsbankans fyrr en eftir 5. júní 2016,“ segir í svarinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni