Nottingham Forest hefur látið þá George Syrianos og Andy Scott fara frá félaginu.
Syrianos hafði yfirumsjón með því hvaða leikmenn voru fengnir til Forest og Scott var yfirnjósnari.
Forest gekk ansi langt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Nýliðarnir fékk alls til sín 22 leikmenn.
Þrátt fyrir það er Forest í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm stig.
Væntingarnar til liðsins eftir sumargluggann voru miklu meiri og því hefur verið ákveðið að reka Syrianos og Scott, sem sáu að stórum hluta á bakvið leikmannakaupin.
Þrátt fyrir þetta er Forest ekki á þeim buxunum að skipta um knattspyrnustjóra. Steve Cooper var gefinn nýr samningur á dögunum sem gildir þar til um sumarið 2025.