fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Grænmetisætur eru líklegri til að glíma við þunglyndi – Ástæðan er önnur en þú heldur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. október 2022 16:30

Grænmeti er hollt og gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænmetisætur eru tvisvar sinnum líklegri til að upplifa þunglyndisköst en þeir sem borða kjöt. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Rannsóknin byggist á gögnum frá Brasilíu. Niðurstöðurnar eru samhljóma niðurstöðum fyrri rannsóknar þar sem kom í ljós að þeir sem ekki borða kjöt glíma frekar við þunglyndi. En niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda til að þessi munur á tíðni þunglyndis tengist ekki mataræðinu.

The Conversation skýrir frá þessu og segir að það virðist liggja beint við að skoða tengslin á milli mataræðis og sérstakra heilsufarsvandamála og ganga út frá því að mataræðið eigi sök á vandanum.

En samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hefur verið birt í the Journal of Affective Disorders, þá er ekki víst að hærri tíðni þunglyndis hjá grænmetisætum tengist mataræðinu. Í rannsókninni var tekið tillit til fjölda næringarþátta, til dæmis heildarneyslu hitaeininga, prótínneyslu, snefilefnaneyslu og hversu mikið maturinn var unninn.

En hvað gæti þá skýrt muninn á þunglyndistíðninni? Vísindamennirnir segja að í fyrsta lagi sé hugsanlegt að þunglynt fólk gerist frekar grænmetisætur. Einkenni þunglyndis eru meðal annars neikvæðar hugsanir sem og sektarkennd.

Ef gengið sé út frá því að þunglynt fólk og þeir sem ekki eru þunglyndir séu jafnlíklegir til að komast að hinum óþægilega sannleika um sláturhús þá sé hugsanlegt að þunglynda fólkið sé líklegra til að hugsa neikvætt um þetta og líklegra til að finna til sektarkenndar fyrir sinn þátt í að skapa eftirspurn eftir kjöti.

Í öðru lagi segja vísindamennirnir að það sé hugsanlegt að það að taka upp lífsstíl sem grænmetisæta geti valdið þunglyndi af öðrum ástæðum en vegna mataræðisins. Þrátt fyrir að það skorti ekkert „hamingjuefni“ í grænmetisfæði þá geti hugsast að það að sleppa því að borða kjöt valdi þunglyndi vegna afleiddra þátta. Til dæmis geti það að gerast grænmetisæta haft áhrif á sambandið við annað fólk og þátttöku í félagslegum athöfnum. Einnig valdi þetta stundum stríðni og öðrum formum félagslegrar útskúfunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá