fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Ólafsfirði – Önnur konan látin laus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. október 2022 16:52

Ólafsfjörður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þriggja sakborninga í morðmálinu í Ólafsfirði hefur verið látinn laus. Landsréttur tók til greina kröfu þess aðila og samþykkti ekki gæsluvarðhald yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Ekki er vitað um hvern sakborninganna þriggja ræðir. Sakborningarnir þrír eru tvær konur og einn karlmaður. Önnur konan er eiginkona hins látna, Tómasar Waagfjörð, en hin konan var gestgjafi þar sem atburðurinn átti sér stað, en það var í íbúð sem hún leigir. Karlmaður sem er á meðal sakborninga var í gestkomandi í íbúðinni. Hann er vinur eiginkonu Tómasar en þeir tveir, maðurinn og Tómas höfðu deilt harkalega. Atök brutust út rétt eftir að Tómas hélt reiður í samkvæmið frá heimili sínu, sem er í sömu götu, til að sækja eiginkonu sína.

Samkvæmt heimildum DV er það önnur konan sem hefur verið látin laus en DV hefur ekki upplýsingar um hvort það er gestgjafinn eða eiginkona Tómasar.

Í tilkynningu lögreglu segir:

„Skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag og þá hefur réttarkrufning farið fram á hinum látna. Ekki er vitað hvenær niðustöður hennar liggja fyrir en það getur hlaupið á nokkrum vikum.

Rannsókn lögreglu miðar að því að leiða í ljós hvað átti sér stað í umrætt sinn en enn eru ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið.“

 

Ath. Fréttin hefur lítillega verið uppfærð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”