fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Garðlist í hart við Sjóvá eftir að uppdópaður flutningabílsstóri keyrði á dráttarvél

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. október 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. maí á þessu ári barst lögreglu tilkynning um bílveltu í Ártúnsbrekku en þar hafði flutningabíl var ekið aftan á dráttarvél með þeim afleiðingum að dráttarvélin valt og ökumaður hennar varð fyrir lítilsháttar meiðslum.

Fljótlega kom í ljós að ökumaður flutningabílsins hafði ekið undir áhrifum amfetamíns og kókaíns auk þess sem hann var sviptur ökuleyfi. Þrátt fyrir þetta neitaði tryggingafélag hans, Sjóvá Almennar, bótaskyldu í málinu á þeim forsendum að dráttarvélinni hefði verið ekið í veg fyrir bílinn er skipt var um akrein. Byggir tryggingafélagið þar á framburði bílstjóra flutningabílsins.

Eigandi dráttarvélarinnar er fyrirtækið Garðlist og hefur það kært ákvörðun Sjóvár til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Ómar R. Valdimarsson lögmaður rekur málið fyrir hönd Garðlistar. DV er með kæru Garðlistar til úrskurðarnefndar undir höndum. Þar er bent á dómafordæmi í sambærilegum málum þar sem öll ábyrgð hefur lent á brotlegum ökumanni. Er gerð krafa um að nefndin snúi við ákvörðun Sjóvár um að hafna bótakröfu Garðlistar.

Ennfremur eru lögð fram gögn sem sýna að fíkniefni mældust í í blóði mannsins. Þá liggur fyrir að ökumaður dráttarvélarinnar frá Garðlist var alsgáður og segist í skýrslutöku hjá lögreglu hafa gætt ítrustu varúðar er hann skipti um akrein.

Ennfremur segir í kærunni:

„Að lokum skal þess getið að kærandi á afar bágt með að skilja, hvers vegna tryggingarfélagið ákveður að taka mark á yfirlýsingum ökumanns, sem sýnt hefur verið fram að hafi ekið undir
áhrifum vímuefna, próflaus, allt of hratt miðað við aðstæður, með ökurita í ólagi – allt í fullkominni andstæðu við ákvæði laga. Og líka þrátt fyrir að sönnunargögn málsins sýni með
ótvíræðum hætti, að niðurstaða Sjóvá sé röng.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið