fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá MH: „Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. október 2022 13:44

Menntaskólinn við Hamrahlíð Mynd-mh.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menntaskólinn við Hamrahlíð var að gefa út yfirlýsingu rétt í þessu vegna óánægju nemenda við að meintur kynferðisbrotamaður sé meðal þeirra. Skólastjórnendur segjast líta málið alvarlegum augum og að aðgerðaráætlun skólans hefur verið virkjuð.

Sjá einnig: Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Yfirlýsingin:

„Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri:

Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir.

Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar.

Fyrir hönd MH,

Steinn Jóhannsson.“

Kæra sig ekki um að vera með nauðgurum í tíma

Nemendur skólans hafa látið í sér heyra og mótmælt því að nemandi – sem er sagður hafa verið kærður fyrir nauðgun – fái að vera í skólanum.

„Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð… viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu?“ segir á blaði sem var hengt upp í skólanum í gær. Það var einnig skrifað á spegil skólans með varalit: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út